Umferðin minnkar í þriðju bylgju

Á Hafnarfjarðarvegi.
Á Hafnarfjarðarvegi. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Áhrif hertra samkomutakmarkana og þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins eru farin að koma glöggt í ljós í minni bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu.

Vegagerðin bendir á í frétt að umferðin á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 21 prósenti minni en í sömu viku fyrir ári og átta prósentum minni en í vikunni þar á undan, að því er fram kemur í umfjöllun um umferðina í Morgunblaðinu í dag.

Umferð ökutækja hefur sveiflast í takt við bylgjur faraldursins. Þannig var t.d. metsamdráttur umferðar á höfuðborgarsvæðinu í aprílmánuði en hún dróst þá saman um nærri 28 prósent frá sama tíma á síðasta ári. Í maí þegar samkomubann hafði verið rýmkað tók umferðin við sér og var um miðjan mánuðinn farin að nálgast umferðina í sömu viku á árinu á undan en var þó 9,5 prósentum minni yfir allan mánuðinn en í maí í fyrra. Í júní varð svo óvænt aukning á umferðinni, sem varð meiri en í sama mánuði á síðasta ári. Í júlí minnkaði umferð og enn meira í ágúst eða um rúm sjö prósent á milli mánaða. Nýjustu tölur Vegagerðarinnar um umferðina í september sýna mikinn samdrátt, sérstaklega í í síðustu viku.

Mest dróst umferðin saman í sniði á Hafnarfjarðarvegi eða um tæp 30% en minnst í sniði á Reykjanesbraut eða um tæp 17%,“ segir í frétt Vegagerðarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert