Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að falla frá öllum hækkunum á gjaldskrá Matvælastofnunar á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á íslenska matvælaframleiðendur.
Ráðgjafarmiðstöðlandbúnaðarins (RML) hefur ekki hækkað taxta sína fyrir útselda vinnu á árinu.
Ráðherra ákvað að fresta gjaldskrárhækkunum sem Mast áformaði 1. september. Nú hefur ráðherrann ákveðið að þær taki ekki gildi á árinu en undirbúnar verða tillögur að nýrri gjaldskrá sem reiknað er með að taki gildi um áramót.
RML hækkaði sýningargjald vegna kynbótasýninga hrossa fyrir sýningarnar í vor. Sótt var um hækkunina í byrjun febrúar og staðfesti ráðuneytið hana. Gjaldið hafði þá verið óbreytt frá árinu 2018.