Hrekkvísi eða elliglöp?

Össur Skarphéðinsson var utanríkisráðherra 2009–2013. Pétur Gunnlaugsson er lögmaður og …
Össur Skarphéðinsson var utanríkisráðherra 2009–2013. Pétur Gunnlaugsson er lögmaður og dagskrárgerðarmaður á Sögu, en hann auglýsti símanúmer Össurar í þætti sínum í morgun. Samsett mynd

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, er orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Að minnsta kosti auglýsti Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, símanúmer Össurar í þætti sínum í morgun sem tengil við söfnun undirskrifta.

„Ég er allsendis ótengdur hópnum kringum stjórnarskrána en styð hann heils hugar. Nú sit ég önnum kafinn við að taka niður nöfn fólks sem hringir jafnvel utan út heimi og vill nýja stjórnarskrá,“ skrifar Össur á Facebook og veit ekki hvort Pétur hafi gert þetta af hrekkvísi eða um elliglöp sé að ræða.

Það er spurning um hvort símanúmer Össurar endi á einhverjum …
Það er spurning um hvort símanúmer Össurar endi á einhverjum vegg? mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka