Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra um framhald sóttvarnaaðgerða. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu almannavarna sem gefin var út í dag. Tillögurnar eru nú á borði heilbrigðisráðherra.
Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir rennur út mánudaginn 19. október, en fyrir þann tíma þarf heilbrigðisráðherra að gefa út nýjar. Á upplýsingafundi almannavarna fyrr í dag sagðist Þórólfur ekki telja mikið rúm fyrir vera fyrir miklar tilslakanir þar sem faraldurinn sé ekki farinn að minnka. Sagðist hann búast við að tillögurnar miðist við tvær til þrjár vikur eins og áður hefur verið.
81 kórónuveirusmit greindist innanlands í gær, en hlutall smitaðra í sóttkví var óvenju hátt, eða 80%.
Helstu takmarkanir sem eru í gildi á landsvísu nú eru hér til upprifjunar:
Strangari reglur á höfuðborgarsvæðinu eru meðal annars: