Þórólfur hefur skilað nýjum tillögum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Almannavarnir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra um framhald sóttvarnaaðgerða. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu almannavarna sem gefin var út í dag. Tillögurnar eru nú á borði heilbrigðisráðherra.

Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir rennur út mánudaginn 19. október, en fyrir þann tíma þarf heilbrigðisráðherra að gefa út nýjar. Á upplýsingafundi almannavarna fyrr í dag sagðist Þórólfur ekki telja mikið rúm fyrir vera fyr­ir mikl­ar til­slak­an­ir þar sem far­ald­ur­inn sé ekki far­inn að minnka. Sagðist hann búast við að til­lög­urn­ar miðist við tvær til þrjár vik­ur eins og áður hef­ur verið. 

81 kórónuveirusmit greindist innanlands í gær, en hlutall smitaðra í sóttkví var óvenju hátt, eða 80%.

Helstu takmarkanir sem eru í gildi á landsvísu nú eru hér til upprifjunar:

  • Fjöldatakmörkun samkoma miðast við 20 manns
  • Nálægðarmörk upp á einn metra (tvo metra á höfuðborgarsvæðinu)
  • Líkamsræktarstöðvar eru lokaðar
  • Skemmtistaðir, krár og spilasalir eru lokaðir
  • Aðrir veitingastaðir sem selja áfengi skulu loka klukkan 23

Strangari reglur á höfuðborgarsvæðinu eru meðal annars:

  • Sundlaugar eru lokaðar.
  • Skylt er að bera grímu í verslunum, ef ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð
  • Veitingastaðir (sem á annað borð mega vera opnir) skulu loka klukkan 21
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert