Forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, kostaði um eina og hálfa milljón króna en framboð Guðmundar Franklín Jónssonar 4,5 milljónir króna.
Rekstrarreikningar framboðanna voru birtar á vef Ríkisendurskoðunar í dag.
Guðmundur Franklín eyddi rúmlega 3,5 milljónum í auglýsingar og 822 þúsund krónum í ferðir og fundi.
Guðmundur lagði sjálfur til 3,5 milljónir vegna framboðsins. Stærsta einstaka framlagið, 300 þúsund krónur, kom frá útgerðarfyrirtækinu Hólma ehf. Guðmundi bárust 200 þúsund krónur frá Sælgætisgerðinni Góu/Lindu, Erik the red Seafood og Bakarameistaranum.
Guðni eyddi 513 þúsund krónum í ferðir og fundi en engu í auglýsingar. Framlög lögaðila til framboðs Guðna námu samtals 523.000 krónum. Sá hæsti var 200.000 og kom frá KBK Eignum ehf.