Hjónin Kládía og Ingvar Pétursson, sem hafa búið í Reykjavík undanfarin fimm sumur en eiga annars heima í Bandaríkjunum, ætluðu að ganga Jakobsveginn, um 800 km pílagrímsleið frá Saint-Jean-Pied-de-Port í Frakklandi að dómkirkjunni í Santiago de Compostela á Spáni, í sumar.
Eins og fram kom í viðtali við þau í Morgunblaðinu gekk það ekki eftir vegna kórónuveirunnar. Þá ákvað hún að ganga sömu vegalengd á götum Reykjavíkur og Ingvar gekk stundum með henni.
„Göturnar í Reykjavík voru ekki nógu margar svo ég fór út fyrir borgina og lauk göngunni í grennd við Bessastaði á Álftanesi,“ segir Kládía, sem náði takmarkinu um helgina. „Nú þekki ég svæðið vel.“