Óþekkt áhrif og umfjöllun kemur á óvart

Landspítali háskólasjúkrahús Í Fossvogi
Landspítali háskólasjúkrahús Í Fossvogi mbl.is/Ómar Óskarsson

Áhrif nefúða sem fjallað var um í fréttum gærdagsins eru, eftir því sem Landspítala er kunnugt um, óþekkt og umfjöllunin kemur Landspítala á óvart.

Þetta kemur fram á vef spítalans. Greint var frá því í gær að lækningavörufyrirtækið Viruxal, dótt­ur­fé­lag Kerec­is, hafi sett á markað nef- og munnúða sem það seg­ir geta hjálpað til í bar­átt­unni við Covid-19.

Vör­urn­ar eru hluti af per­sónu­leg­um sótt­vörn­um og hafa það að mark­miði að minnka veiru­magn í efri önd­un­ar­fær­um sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

Eins og áður segir kemur umfjöllunin spítalanum á óvart. Þar segir enn fremur að niðurstöður rannsókna í mönnum þurfi ávallt að liggja fyrir áður en fullyrt er um gagnsemi nýrra meðferða.

Leiðrétt klukkan 13:00 17. október:

Eftir ábendingu Kerecis er síðasta setning tilkynningar Landspítala frá því í gær, 16. október 2020, felld út: „Eins og flestum er kunnugt, þurfa niðurstöður rannsókna í mönnum ávallt að liggja fyrir áður en fullyrt er um gagnsemi nýrra meðferða“. Ástæða þess er sú, að þarna er um að ræða vöru sem flokkast undir lækningatæki en ekki lyf. Landspítali biðst velvirðingar á þessu. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert