Alls greindust 67 ný smit innanlands í gær og af þeim voru 17 ekki í sóttkví. Þannig að 67% voru í sóttkví. Tekin voru 2.170 sýni og á landamærunum voru tekin 540 sýni. 26 eru á sjúkrahúsi og þar ef eru 4 á gjörgæslu. Fjölgað hefur um einn á gjörgæslu á milli daga en tilkynnt hefur verið um andlát af völdum Covid-19 á Landspítalanum á covid.is.
Öll þau 18 sem greindust með smit á landamærunum voru með virkt smit. Um er að ræða hóp sem kom hingað til lands frá Póllandi í fyrradag. Nú er beðið niðurstöðu mótefnamælingar hjá tveimur.
Nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa heldur enn áfram að hækka og er nú 289,1 en var 281,2 í gær. Þar er miðað við innanlandssmit síðustu tvær vikurnar.
Alls eru 1.206 í einangrun og hefur fjölgað um 36 frá því í gær. Af þeim eru 1.052 í einangrun á höfuðborgarsvæðinu.
Alls eru 2.823 í sóttkví, þar af 2.179 á höfuðborgarsvæðinu, og 1470 eru í skimunarsóttkví.
Á höfuðborgarsvæðinu eru 1015 í einangrun og 2391 í sóttkví. Smit eru í öllum landshlutum fyrir utan Austurland en þar eru 4 í sóttkví. Á Suðurnesjum eru 45 smitaðir og 426 í sóttkví. Á Suðurlandi eru 56 í einangrun og 74 í sóttkví.
Á Norðurlandi eystra eru 18 í einangrun og 91 í sóttkví en á Norðurlandi vestra er 1 smitaður og 2 í sóttkví. Á Vestfjörðum eru 11 í einangrun og 5 í sóttkví. Á Vesturlandi eru 18 smitaðir og 16 í sóttkví. Óstaðsettir í hús eru 5 smitaðir og 26 í sóttkví.
Flest smit eru í aldurshópnum 18-29 ára eða 354 talsins. Næstflest á aldrinum 30-39 ára eða 214 og 158 einstaklingar á fimmtugsaldri eru með staðfest Covid-19 smit núna. Á aldrinum 50-59 ára eru smitin 134 talsins og 89 á aldrinum 60-60 ára. 59 smit eru meðal fólks sem er komið yfir sjötugt.
Börn yngri en eins árs sem eru í einangrun vegna Covid-19 eru 9 talsins, 34 börn á aldrinum 1-5 ára og 84 börn á aldrinum 6-12 ára. Á aldrinum 13-17 ára er 71 smit.
Ekki er um mikla fjölgun smita að ræða hjá börnum og í einhverjum aldurshópum hefur smitum fækkað. Annað er uppi á teningnum þegar kemur að 19-39 ára en þar eru virk smit 568 talsins en voru 537 í gær.