Jóla-Retró fer af stað á netinu í dag

Sigurður Gunnarsson dagskrárstjóri er klár í jólalögin, með grímu og …
Sigurður Gunnarsson dagskrárstjóri er klár í jólalögin, með grímu og jólahúfu.

Útvarpsstöðin Jóla-Retró er komin í loftið á netinu og mun senda út bestu jólalögin alla daga fram að jólum.

„Þessir skrýtnu tímar kalla á öðruvísi hugmyndir. Mér datt í hug að það gæti glatt einhverja að byrja að hlusta á jólalögin snemma þetta árið og því ákváðum við að setja jólastöðina okkar, Jóla-Retró, í loftið núna í október,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrár- og tónlistarstjóri útvarpsstöðva Árvakurs.

Jóla-Retró hefur yfirleitt farið í loftið um miðjan nóvember og leyst útvarpsstöðina Retró af hólmi í nóvember og desember. Fyrst um sinn verður stöðin einungis send út á netinu en fer svo í loftið í stað Retró á FM 89,5 upp úr miðjum nóvember, svo aðdáendur Retró þurfa ekki að óttast að heyra jóla-lög þar í október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert