Læri ung geðrækt

Hildur Guðný Ásgeirsdóttir verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis.
Hildur Guðný Ásgeirsdóttir verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er mjög mikilvægt að byrja þessa vinnu frá grunni og að geðrækt verði eins sjálfsögð og að læra að lesa, reikna og skrifa.“

Þetta segir Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri sjálfsvígsvarna hjá embætti landlæknis í Morgunblaðinu í dag, en starfshópur skilaði í byrjun árs tillögum til heilbrigðisráðherra um geðrækt barna.

Þar er lagt til að hún hefjist strax í leikskóla og haldi áfram upp framhaldsskóla, og geri börnum þannig kleift að styðja við eigið geðheilbrigði.

„Ráðherra er búinn að samþykkja áætlunina þannig að vonandi verða aðgerðir innleiddar sem fyrst, jafnvel strax á næsta ári,“ segir Hildur Guðný. Nánar er rætt við hana í Sunnudagsblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert