Lokunum rutt úr vegi

Nokkuð afl hefur þurft til þess að ryðja lokununum úr …
Nokkuð afl hefur þurft til þess að ryðja lokununum úr vegi. Ljósmynd/Aðsend

Svo virðist sem lokunum hafi verið rutt úr vegi á Bláfjallavegi við hellinn Leiðarenda með þeim afleiðingum að unnt er að keyra eftir veginum allt frá Suðurlandsvegi og að Bláfjöllum. Rammgerar lokanir hafa verið dregnar frá og hefur þurft nokkuð afl til, að því er má sjá af myndum sem bárust mbl.is.

Skúli Jónsson, yfirlögregluþjónn lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði segir lokunina koma til vegna þess að Vegagerðin þjónusti ekki veginn. Spurður hvaða hættu þetta kann að skapa segir Skúli:

„Það geta verið holur í veginum. Síðan yfir vetrartímann getur skapast hætta vegna snjós og þess háttar, fólk á fjölskyldubílum gæti lent í vandræðum.“

Segir Skúli að lögreglan muni tilkynna Vegagerðinni umferðina um veginn vegna þessa, en málið kom fyrst til vitundar lögreglu nú.

Ljósmynd/Aðsend
Augljóst er að umferð um veginn er ekki leyfð.
Augljóst er að umferð um veginn er ekki leyfð. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert