Hrein tafla á Norðurlandi vestra

Sauðárkrókur á Norðurlandi vestra.
Sauðárkrókur á Norðurlandi vestra. mbl.is

Engin er nú í einangrun eða sóttkví á Norðurlandi vestra samkvæmt tilkynningu frá aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra. 

„Hún er einstaklega ánægjuleg taflan okkar í dag. Höldum vöku okkar, sinnum okkar persónulega sóttvörnum og saman komumst við í gegnum þetta,“ segir í tilkynningunni. 

Fyrir utan Norðurland vestra er sem stendur ekkert virkt kórónuveirusmit á Austurlandi, en 4 eru þó í sóttkví. 1.078 eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu og 2.217 í sóttkví. Smitin eru næst flest á Suðurnesjum, alls 53, en 273 eru í sóttkví. Þá eru 7 í einangrun á Vestfjörðum og 1 í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru 23 í einangrun og 180 í sóttkví. Á Vesturlandi eru 19 í einangrun og jafn margir í sóttkví. Óstaðsett smit eru 7 og 34 í sóttkví. 


Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra !! Hún er einstaklega ánægjuleg taflan okkar í dag. ...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Sunnudagur, 18. október 2020
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert