67% stúdenta líður illa

Niðurstöður könnunar um líðan stúdenta við HÍ liggja fyrir.
Niðurstöður könnunar um líðan stúdenta við HÍ liggja fyrir. mbl.is/Sigurður Bogi

67% stúd­enta við Há­skóla Íslands líður frek­ar illa eða mjög illa í þeim aðstæðum sem eru sök­um far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum fjórðu könn­un­ar Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands á líðan og stöðu stúd­enta í námi vegna far­ald­urs­ins.

Þá sögðust 73% svar­enda upp­lifa frek­ar mikið eða mjög mikið álag sök­um Covid-19 og telja það hafa áhrif á náms­fram­vindu.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá SHÍ að könn­un­in hafi verið send út í kjöl­far þess að hert­ar aðgerðir voru boðaðar vegna fjölda smita í sam­fé­lag­inu og ljóst var að stúd­ent­ar hefðu áhyggj­ur af námi sínu. Könn­un­in fór fram 9.-16 októ­ber og voru þátt­tak­end­ur 2208.

Einnig kem­ur fram í niður­stöðunum að 63% svar­enda sögðust um­gang­ast mjög reglu­lega fólk í áhættu­hóp og 78% hafa haft mikl­ar eða frek­ar mikl­ar áhyggj­ur af því að ná­kom­inn smit­ist.

Aðeins 2% svar­enda sögðust hafa smit­ast af Covid-19 en 28% sögðust hafa þurft að fara í sótt­kví.

Mennta­málaráðuneytið birt­ir ekki niður­stöður

Alls hafa fimm kann­an­ir verið fram­kvæmd­ar á stöðu og líðan stúd­enta í Covid sem SHÍ hef­ur átt aðkomu að. Ein þeirra var unn­in í sam­starfi við Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið og Lands­sam­tök ís­lenskra stúd­enta. Hún var fram­kvæmd af Maskínu í vor og sneri einnig að stöðu stúd­enta á vinnu­markaði.

Niður­stöður úr þeirri könn­un feng­ust ekki birt­ar þrátt fyr­ir beiðni Stúd­entaráðs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka