Eitt prósent borgarbúa í sóttkví

2.214 eru í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu, sem er um 1% heildarfjölda íbúa á svæðinu. Hlutfall þeirra sem eru í sóttkví er hvergi nærri eins hátt annars staðar á landinu, þó að íbúa sé að finna í öllum landshlutum í sömu stöðu.

Aðeins fjórir eru í sóttkví á Austurlandi og aðeins eitt smit hefur greinst hjá einstaklingi með lögheimili þar, en hann var ekki búsettur þar.

Um 79% þeirra sem greindust með Covid-19 á föstudag og laugardag voru í sóttkví. 26 liggja á sjúkrahúsi og fjórir eru í gjörgæslumeðferð.

Þær hertu aðgerðir sem tóku gildi á Íslandi fyrir tveimur vikum eru endurnýjaðar með reglugerð heilbrigðisráðherra frá og með morgundeginum og gilda að mestu leyti áfram óbreyttar fram til að minnsta kosti 3. nóvember. Þá verður staðan endurmetin, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert