Smárabíó opnað á ný

Smárabíó í Smáralind hefur verið lokað síðustu tvær vikur.
Smárabíó í Smáralind hefur verið lokað síðustu tvær vikur.

Smára­bíó í Smáralind verður opnað á ný á morg­un, þriðju­dag, en bíóið hef­ur verið lokað um tveggja vikna skeið vegna áskor­un­ar sótt­varna­lækn­is til fyr­ir­tækja um að gera hlé á starf­semi sinni.

Í til­kynn­ingu frá Smára­bíói seg­ir að sjálf­virkni og snerti­laus þjón­usta muni ein­kenna starf­semi kvik­mynda­húss­ins. Sjálf­virk hlið hafa verið sett upp við inn­gang bíó­húss­ins þar sem gest­ir skanna sjálf­ir miðann þegar gengið er inn. Þá hef­ur sjopp­an verið end­ur­skipu­lögð þannig að gest­ir geti að mestu keypt vör­ur í sjálfsaf­greiðslu.

Gest­ir kaupa miða í sæti fyr­ir fram og er að minnsta kosti eitt sæti á milli ólíkra hópa. Þá er grímu­skylda í bíó­inu í sam­ræmi við sótt­varn­a­regl­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert