Barn í Árbæjarskóla hefur greinst með kórónuveiruna. Allir nemendur í 7.-10. bekk skólans hafa verið settir í sóttkví fram til næsta fimmtudags.
Þá hafa nemendur í 1.-6. bekk verið settir í úrvinnslusóttkví í allt að tvo daga meðan á smitrakningu stendur. Þetta kemur fram í tölvupóstum sem Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri sendi foreldrum nú fyrir stundu.
Árbæjarskóli er einn fjölmennasti grunnskóli landsins en þar eru um 650 nemendur í 1.-10. bekk.
Fréttin hefur verið uppfærð.