Smit í Árbæjarskóla

Nemendur í Árbæjarskóla eru komnir í sóttkví.
Nemendur í Árbæjarskóla eru komnir í sóttkví. mbl.is/Sigurður Bogi

Barn í Árbæj­ar­skóla hef­ur greinst með kór­ónu­veiruna. All­ir nem­end­ur í 7.-10. bekk skól­ans hafa verið sett­ir í sótt­kví fram til næsta fimmtu­dags.

Þá hafa nem­end­ur í 1.-6. bekk verið sett­ir í úr­vinnslu­sótt­kví í allt að tvo daga meðan á smitrakn­ingu stend­ur. Þetta kem­ur fram í tölvu­póst­um sem Guðlaug Stur­laugs­dótt­ir skóla­stjóri sendi for­eldr­um nú fyr­ir stundu.

Árbæj­ar­skóli er einn fjöl­menn­asti grunn­skóli lands­ins en þar eru um 650 nem­end­ur í 1.-10. bekk.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert