Vilja flugvöllinn í þjóðaratkvæði

Reykjavíkurflugvöllur
Reykjavíkurflugvöllur

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að framtíð Reykjavíkurflugvallar verði borin undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Njáll hefur fjórum sinnum áður lagt fram tillögu um málið en í öllum tilfellum hefur hún verið felld. Hann segir þó að í þetta skipti hafi hann meiri trú en nokkru sinni fyrr á að málið nái í gegn.

Skilningur þingmanna og almennings á mikilvægu öryggishlutverki flugvallarins hafi aukist að undanförnu. Hann segir það lýsandi fyrir hversu ósamvinnuþýð borgaryfirvöld séu að halda flugvellinum ekki á aðalskipulagi borgarinnar þangað til önnur staðsetning finnst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert