21 látist í eldsvoðum á rúmum áratug

Eldsvoði á Akureyri.
Eldsvoði á Akureyri.

Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. Þetta kemur fram í tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Á þessu ári hafa sex farist.

Kona lést í bruna á bænum Augastöðum í Hálsasveit í Borgarfirði síðastliðinn sunnudag og helgina þar á undan fórst maður þegar eldur kom upp í bíl í uppsveitum Árnessýslu. Einn lést eftir eldsvoða á Akureyri í maí og þrír í stórbruna við Bræðraborgarstíg í Reykjavík síðari hluta júnímánaðar.

Þeir sem sinna eldvörnum segja að eftirliti á einkaheimilum verði varla komið við, enda séu heimili friðhelg samkvæmt lögum. Málum þessum verði því helst sinnt með fræðslu og forvörnum.

Þó sé bót í máli að nú eigi að gæta sérstaklega að gastækjum í farhýsum við ástandsskoðun þeirra, en slíkur búnaður þykir viðsjárverður eins og dæmin sanna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert