Alls greindust 62 ný kórónuveirusmit innanlands í gær, mánudag. Af þeim voru 47% í sóttkví en 33 einstaklingar utan sóttkvíar. Enn bíða 10 niðurstöðu úr mótefnamælingu vegna skimunar við landamærin frá því á sunnudag. 8 virk smit fundust við skimun á landamærunum í gær. Þrír bíða niðurstöðu úr mótefnamælingu.
Yfir tvö þúsund fóru í skimun innanlands í gær (2.079) sem eru mun fleiri en daginn áður er þau voru 823. Alls voru landamæraskimanir (1 og 2) 473 talsins í gær.
Líkt og kom fram á mbl.is í gær voru yfir 20 farþegar með flugvél frá Póllandi með jákvæða niðurstöðu úr skimun á landamærum. Af þeim biðu 19 eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu og eru 9 þeirra núna búnir að fá staðfest að vera með virkt Covid-19-smit og því væntanlega í einangrun.
Nú eru 1.252 í einangrun sem er fjölgun um 18 frá því gær er þeir voru 1.234 talsins.
25 sjúklingar eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og af þeim eru 3 á gjörgæslu. Þetta er fækkun um tvo á sjúkrahúsi en sami fjöldi er á gjörgæslu og var í gær.
Nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa er nú 277,6 síðustu tvær vikurnar en 20,5 á landamærunum.
Flest smit eru í aldurshópnum 18-29 ára eða 370 talsins. Næstflest á aldrinum 30-39 ára eða 199 og 166 einstaklingar á fimmtugsaldri eru með staðfest Covid-19-smit núna. Á aldrinum 50-59 ára eru smitin 142 talsins og 90 á aldrinum 60-60 ára. 56 smit eru meðal fólks sem er komið yfir sjötugt.
Börn yngri en eins árs sem eru í einangrun vegna Covid-19 eru níu talsins, 37 börn á aldrinum 1-5 ára og 97 börn á aldrinum 6-12 ára. Alls eru því 143 börn yngri en 13 ára með Covid-19-smit. Á aldrinum 13-17 ára eru 73 smit.
Á höfuðborgarsvæðinu eru 1.058 í einangrun og 1.890 í sóttkví. Á Norðurlandi vestra er ekkert smit en 1 í sóttkví. Á Austurlandi er enginn í einangrun, þar eru þrír í sóttkví. Á Suðurnesjum eru 60 smitaðir og 189 í sóttkví. Á Suðurlandi er 51 í einangrun og 54 í sóttkví.
Á Norðurlandi eystra eru 30 í einangrun og 167 í sóttkví. Á Vestfjörðum eru 15 í einangrun og 2 í sóttkví. Á Vesturlandi eru 19 smitaðir og 31 í sóttkví. Óstaðsettir í hús eru 6 smitaðir og 38 í sóttkví.