Gunnar dæmdur í 13 ára fangelsi

Gunnar Jóhann í samtali við mbl.is í fangelsinu í september.
Gunnar Jóhann í samtali við mbl.is í fangelsinu í september. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Gunn­ar Jó­hann Gunn­ars­son hlaut rétt í þessu 13 ára dóm fyr­ir að skjóta hálf­bróður sinn, Gísla Þór Þór­ar­ins­son heit­inn, til bana í Mehamn að morgni 27. apríl í fyrra. Var dóm­ur­inn kynnt­ur Gunn­ari Jó­hanni í fang­els­inu en ekki í sér­stöku þing­haldi af sótt­varna­sjón­ar­miðum.

Upp­fært klukk­an 10:37:

Dóm­inn, sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um, rök­styðja Kåre Skog­nes og meðdóm­end­ur hans, Jon Bør­re Øyen og Irene Ballo, ein­róma með því að Gunn­ar hafi lagt á ráðin um at­lög­una að hálf­bróður sín­um á heim­ili hans í Mehamn um morg­un­inn og Gísli Þór hafi enga flótta­leið átt sér út úr íbúðinni. Er þetta metið Gunn­ari til refsiþyng­ing­ar.

Eins er hann svipt­ur öku­leyfi í fimm ár fyr­ir að aka bif­reið Gísla und­ir veru­leg­um áhrif­um áfeng­is og am­feta­míns og gild­ir svipt­ing­in í Nor­egi ein­göngu þar sem öku­skír­teini Gunn­ars er ís­lenskt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert