„Hver veit?“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mælir fyrir frumvarpi að nýrri …
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mælir fyrir frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Eggert Jóhannesson

All­ur þing­flokk­ur Pírata og þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar ásamt Andrési Inga Jóns­syni og Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ur, þing­mönn­um utan flokka, eru flutn­ings­menn frum­varps sem mælt verður fyr­ir á þing­fundi í dag, þar sem lagt er til að samþykkt verði ný stjórn­ar­skrá fyr­ir lýðveldið.

Frum­varpið er sam­hljóða til­lög­um stjórn­lagaráðs eins og þær tóku á sig mynd í meðför­um þings­ins árið 2012 og er hér því um að ræða það sem talað er um sem „nýju stjórn­ar­skrána“ í dag­legu tali.

„Þetta tvennt fer ekki sam­an“

Frum­varpið hef­ur verið lagt fram tvisvar á þessu kjör­tíma­bili og ekki hlotið fram­gang. Frek­ar en að von­ir flutn­ings­manna standi til að svo verði í þetta skiptið er mark­miðið að sögn Þór­hild­ar Sunnu Ævars­dótt­ur, sem mæl­ir fyr­ir frum­varp­inu, að sýna hvar hug­ur flokk­anna sem leggja þetta til stend­ur.

„Þetta sýn­ir að við höf­um sterka lýðræðis­vit­und og sömu­leiðis Sam­fylk­ing­in, Andrés Ingi og Rósa Björk. Með þessu erum við að bjóða öðrum flokk­um að virða lýðræðis­leg­an vilja þjóðar­inn­ar. Við get­um ekki kallað okk­ur lýðræðis­ríki og hunsað þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Þetta tvennt fer ekki sam­an,“ seg­ir Þór­hild­ur Sunna í sam­tali við mbl.is og vís­ar þar til ráðgef­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar 2012, þar sem samþykkt var að leggja til­lög­ur stjórn­lagaráðs til grund­vall­ar nýrri stjórn­ar­skrá.

Hún úti­lok­ar síðan ekki að hug­ur alþing­is­manna gagn­vart mál­inu hafi breyst und­an­farið: „Mögu­lega hafa 43.423 und­ir­skrift­ir haft ein­hver áhrif á stjórn­ar­heim­il­inu. Hver veit?“

Katrín Oddsdóttir afhendir Katrínu Jakobsdóttur rúmar 40.000 undirskriftirnar á Austurvelli …
Katrín Odds­dótt­ir af­hend­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur rúm­ar 40.000 und­ir­skrift­irn­ar á Aust­ur­velli í gær. Krist­inn Magnús­son



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert