Litlu íbúðirnar eru fljótar að seljast

Fjórar blokkir við Ásatún, hver með 15 íbúðum, sem Bergfesta …
Fjórar blokkir við Ásatún, hver með 15 íbúðum, sem Bergfesta lét reisa og var flutt inn í fyrir nokkrum árum. Þarna er nú að myndast samfélag. mbl.is/Sigurður Bogi

Framkvæmdir við byggingu alls 14 íbúða í tveimur nýjum fjölbýlishúsum við götuna Geirþrúðarhaga á Akureyri eru langt komnar og hjá byggingarfyrirtækinu Bergfestu ehf., sem stendur að þessu verkefni, er áformað að afhenda kaupendum eignir sínar í desember.

„Hér á Akureyri hefur verið mikil og stöðug eftirspurn eftir litlum íbúðum sem eru á bilinu 50-80 fermetrar enda höfum við lagt okkur sérstaklega eftir að framleiða slíkar eignir,“ segir Sævar Helgason hjá Bergfestu í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Fyrirtækið hefur á síðustu árum staðið að byggingu rúmlega 100 íbúða í fjölbýlishúsum sem allar eru í Nausta- og Hagahverfi sem er syðst á Brekkunni á Akureyri, nærri Kjarnaskógi.

Nú í sumar lauk Bergfesta við að byggja fjögur fjórbýlishús í Halldóruhaga, alls 16 íbúðir, og fékk fyrir þau Byggingarlistaverðlaun Akureyrar 2020.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert