RNSA ítrekar þriggja ára tilmæli

Otur ÍS. Bátnum var siglt til hafnar eftir vélarbilun á …
Otur ÍS. Bátnum var siglt til hafnar eftir vélarbilun á Vestfjarðamiðum Ljósmynd/Sæmundur Þórðarson

Rannsóknarnefnd samgönguslysa, siglingasvið, hefur ítrekað þriggja ára tilmæli til ráðuneytis samgöngumála um að tafarlaust verði gerðar endurbætur á reglugerð um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi.

Lögð er áhersla á að við þá endurskoðun verði tryggt að eftirlit og viðhald vélbúnaðar skipa verði með fullnægjandi hætti. Engin viðbrögð hafa borist við þessari tillögu í öryggisátt.

Tilefni þess að athygli er vakin á þessu máli er vélarbilun sem varð um borð í línubátnum Otri ÍS síðasta vor, þegar báturinn var á línuveiðum á Vestfjarðamiðum. Bilun kom upp í framdriftsgír bátsins og ekki var hægt að kúpla saman. Að lokum tókst það þó og var siglt til Bolungarvíkur í fylgd björgunarskips, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert