Stal, laug og rauf sóttkví

mbl.is/Eggert

Til­kynnt var um þjófnað í versl­un við Álf­heima í Voga­hverf­inu á ell­efta tím­an­um í gær­kvöldi en þar hafði maður sem kom­ist und­an á reiðhjóli grunaður um þjófnað á mat­vöru. Lög­regl­an hand­tók mann­inn skömmu síðar. Hann gaf lög­reglu ít­rekað upp ranga kenni­tölu en hann er einnig grunaður um brot á sótt­varn­ar­lög­um þar sem hann á að vera í sótt­kví. Maður­inn er vistaður fyr­ir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Tölu­vert var um til­kynn­ing­ar um þjófnaði og inn­brot á kvöld og næt­ur­vakt lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Á sjö­unda tím­an­um í gær var til­kynnt um hnupl í versl­un í Aust­ur­bæn­um (hverfi 105) en starfsmaður kom að búðarþjófn­um og stöðvaði hann.  Sjúkra­bif­reið var send á vett­vang vegna áverka sem þjóf­ur­inn hlaut frá starfs­manni versl­un­ar­inn­ar en áverk­arn­ir reynd­ust minni hátt­ar. Aft­ur á móti var ástand manns­ins ekki gott vegna áfeng­is og fíkni­efna­neyslu.

Fjór­ir menn voru hand­tekn­ir á fimmta tím­an­um í nótt grunaðir um inn­brot í fyr­ir­tæki við Ármúla (hverfi 108). Þeir eru vistaðir fyr­ir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Kona var staðin að búðar­hnupli í versl­un á Granda á tí­unda tím­an­um í gær­kvöldi. Lög­regla kom á vett­vang og var vett­vangs­skýrsla rituð.

 Síðdeg­is í gær var farið í fok­helt hús í hverfi 113 (Grafar­holt og Úlfarsár­dal) og stolið verðmæt­um og um kvöld­mat­ar­leytið var til­kynnt um inn­brot í geymslu í Mos­fells­bæn­um. Þar hafði lás verið brot­inn, farið inn og stolið sjón­varpi, far­tölvu ofl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert