Vara við gönguferðum

Grjót hrundi úr Stórusteinabrekku á Djúpavatnsleið við Norðlingaháls, skammt frá …
Grjót hrundi úr Stórusteinabrekku á Djúpavatnsleið við Norðlingaháls, skammt frá upptökum skjálftans í gær. Slíkt gæti endurtekið sig. Ljósmynd/Óskar Sævarsson

Jarðskjálftavirkni er enn yfirstandandi á Reykjanesskaganum þótt dregið hafi örlítið úr henni og hafa nokkrir skjálftar stærri en þrír á Richter mælst í dag, segir í færslu frá Veðurstofunni.

Ekki er hægt að útiloka annan stóran skjálfta og því enn aukin hætta á grjóthruni í bröttum hlíðum á Reykjanesskaganum og einnig í öðrum fjallshlíðum á suðvesturhorninu.

Af þeim sökum biður Veðurstofan fólk að fara að öllu með gát ef það stundar útivist á svæðinu næstu daga. Vinsælar gönguleiðir er þar að finna og í vetrarfríi sem nú er að hefjast er líklegt að fjölskyldur nýti sér dagana til útivistar.

Skriðusérfræðingar Veðurstofunnar eru við störf á vettvangi næstu daga til að kortleggja afleiðingar skjálftanna og meta hættuna á frekara grjóthruni eða skriðum.

Skjálfti að stærð 5,6 varð í Núpshlíð á Reykjanesskaga í …
Skjálfti að stærð 5,6 varð í Núpshlíð á Reykjanesskaga í gær. Ljósmynd/Veðurstofan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert