Allt fé skorið niður vegna riðu

Allt fé á bænum verður skorið niður, samtals 800 gripir. …
Allt fé á bænum verður skorið niður, samtals 800 gripir. Myndin er úr safni.

Riða hefur verið staðfest á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði. Verður allt fé á bænum skorið niður og stendur undirbúningur nú yfir. Bærinn er í Tröllaskagahólfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Ítrekar stofnunin að allur flutningur sauðfjár og geitfjár innan Tröllaskagahólfs sé bannaður, en nú er beðið eftir niðurstöðum úr sýnum sem tekin voru úr sauðfé sem flutt var frá bænum til annarra bæja innan varnarhólfsins.

Ekki hefur greinst riða innan Tröllaskagahólfs síðan árið 2000. Á bú­inu er nú um 500 full­orðið fé auk um 300 lamba. 

Greint var frá gruni um riðu á bænum 16. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert