Flensusprautan er mjög eftirsótt

Bólusetning.
Bólusetning. mbl.is/​Hari

„Það er mikil eftirspurn og við höfum aldrei séð annað eins,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, um bólusetningar gegn árlegri inflúenslu.

„Það er nokkuð ljóst að bóluefnið mun ekki duga fyrir alla sem við þurfum að bólusetja.“ Reynt er að forgangsraða þeim sem fá bólusetningu á heilsugæslustöðvunum samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis um forgangshópa.

Óskar segir að keypt hafi verið eins mikið af bóluefni og hægt var að fá. Bóluefninu var svo dreift á heilsugæslustöðvarnar fimmtán eftir því sem þær báðu um. „Við gerum okkar besta til að ná áhættuhópunum. Við erum enn að dreifa og vonandi tekst okkur að bólusetja alla sem hafa verið bókaðir í bólusetningu,“ segir Óskar.

Starfsmenn heilsugæslunnar vona að það verði lítil inflúensa í vetur. Fái fólk flensu þá eru til lyf gegn henni, að sögn Óskars. Hann segir engu að síður mikilvægt að bólusetja viðkvæma hópa því þeir geti orðið svo alvarlga veikir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert