Götusaltið kostar 93 milljónir

Götusaltið komið á land í Hafnarfirði
Götusaltið komið á land í Hafnarfirði mbl.is/sisi

Á dögunum mátti sjá myndarlegan saltbing á Hvaleyrarbakka í Hafnarfjarðarhöfn. Hér reyndist vera um að ræða salt sem dreift verður á götur Reykjavíkur í vetur, allt eftir þörfum. Flutningaskipið Karen flutti saltið frá Túnis.

Það kostar sveitarfélögin í landinu háar fjárhæðir að halda götum akfærum á veturna. Til viðbótar kostnaði við snjómokstur þarf að kaupa salt til að bera á götur og gangstéttir fyrir milljónatugi.

Reykjavíkurborg bauð í sumar út saltkaup fyrir veturinn 2020-2021 og bárust þrjú tilboð. Marlýsi ehf. bauð lægst, 92,7 milljónir króna, og var því tilboði tekið. Litlu munaði á því og næstlægsta boðinu sem var frá Saltkaupum ehf., 93,4 milljónir. Kostnaðaráætlun var 132 milljónir, svo Reykjavíkurborg sparaði sér 40 milljónir með þessu útboði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert