Feneyjanefndin skýrir mál sitt

Helgi Hrafn spurði forsætisráðherra um málið á dögunum.
Helgi Hrafn spurði forsætisráðherra um málið á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umræða um stjórnarskrármál síðustu daga hefur verið á nokkrum villigötum varðandi nýlega umsögn Feneyjanefndarinnar, en í svari hennar við fyrirspurn kemur fram að nefndin taki enga afstöðu til þess hvort breytingar hafi orðið á fyrirliggjandi tillögum frá tillögum stjórnlagaráðs.

Í umræðu hefur sérstaklega verið tínt til að samkvæmt mati nefndarinnar þurfi stjórnvöld að skýra sérstaklega hvers vegna vikið hafi verið frá tillögum stjórnlagaráðs.

Það gerði meðal annars Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi á mánudag og sagði nefndina álíta að „íslenska þjóðin eigi að fá augljósar, skýrar og sannfærandi útskýringar á leið ríkisstjórnarinnar og enn fremur að ástæður þess að vikið sé í veigamiklum atriðum frá tillögum sem áður voru samþykktar í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 ætti að útskýra fyrir almenningi“.

Það er hins vegar ekki réttur skilningur, samkvæmt svari Feneyjanefndarinnar, sem hún veitti Hirti J. Guðmundssyni alþjóðastjórnmálafræðingi. Hann taldi eitthvað bogið við þýðinguna, eins og Helgi Hrafn hafði hana eftir á Alþingi. Sendi hann því fyrirspurn um þetta til nefndarinnar, sem svaraði í gær. Svarið er svohljóðandi í þýðingu Morgunblaðsins:

„Feneyjanefndin tekur enga afstöðu til þess hvort einhver frávik eru í yfirstandandi umbótaferli frá drögunum frá 2012. En séu þau einhver ætti að útskýra það fyrir almenningi. Í nýlegu áliti nefndarinnar er engin skipuleg samanburðargreining á drögunum tvennum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka