Feneyjanefndin skýrir mál sitt

Helgi Hrafn spurði forsætisráðherra um málið á dögunum.
Helgi Hrafn spurði forsætisráðherra um málið á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umræða um stjórn­ar­skrár­mál síðustu daga hef­ur verið á nokkr­um villi­göt­um varðandi ný­lega um­sögn Fen­eyja­nefnd­ar­inn­ar, en í svari henn­ar við fyr­ir­spurn kem­ur fram að nefnd­in taki enga af­stöðu til þess hvort breyt­ing­ar hafi orðið á fyr­ir­liggj­andi til­lög­um frá til­lög­um stjórn­lagaráðs.

Í umræðu hef­ur sér­stak­lega verið tínt til að sam­kvæmt mati nefnd­ar­inn­ar þurfi stjórn­völd að skýra sér­stak­lega hvers vegna vikið hafi verið frá til­lög­um stjórn­lagaráðs.

Það gerði meðal ann­ars Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, á Alþingi á mánu­dag og sagði nefnd­ina álíta að „ís­lenska þjóðin eigi að fá aug­ljós­ar, skýr­ar og sann­fær­andi út­skýr­ing­ar á leið rík­is­stjórn­ar­inn­ar og enn frem­ur að ástæður þess að vikið sé í veiga­mikl­um atriðum frá til­lög­um sem áður voru samþykkt­ar í ráðgef­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu 2012 ætti að út­skýra fyr­ir al­menn­ingi“.

Það er hins veg­ar ekki rétt­ur skiln­ing­ur, sam­kvæmt svari Fen­eyja­nefnd­ar­inn­ar, sem hún veitti Hirti J. Guðmunds­syni alþjóðastjórn­mála­fræðingi. Hann taldi eitt­hvað bogið við þýðing­una, eins og Helgi Hrafn hafði hana eft­ir á Alþingi. Sendi hann því fyr­ir­spurn um þetta til nefnd­ar­inn­ar, sem svaraði í gær. Svarið er svohljóðandi í þýðingu Morg­un­blaðsins:

„Fen­eyja­nefnd­in tek­ur enga af­stöðu til þess hvort ein­hver frá­vik eru í yf­ir­stand­andi um­bóta­ferli frá drög­un­um frá 2012. En séu þau ein­hver ætti að út­skýra það fyr­ir al­menn­ingi. Í ný­legu áliti nefnd­ar­inn­ar er eng­in skipu­leg sam­an­b­urðargrein­ing á drög­un­um tvenn­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka