Herjólfur siglir til lands frá Vestmannaeyjum

Herjólfur í brælu á leið til lands frá Eyjum.
Herjólfur í brælu á leið til lands frá Eyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Vindhraði nam um 24 metrum á sekúndu af suðaustri þegar Herjólfur lagði af stað frá Vestmannaeyjum í seinni ferð gærdagsins til Þorlákshafnar.

Herjólfur III sér um siglingar á milli lands og Eyja á meðan Herjólfur IV gengst undir ábyrgðarskoðun í Hafnarfirði.

Búast má við austanátt, tíu til átján metrum á sekúndu í dag, og víða rigningu með köflum. Lægja mun á sunnanverðu landinu í kvöld, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert