Alls hafa 22 kórónuveirusmit greinst meðal sjúklinga og starfsmanna á Landakotsspítala, að því er Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, staðfestir í samtali við mbl.is. Er því um hópsýkingu að ræða.
Sextán sjúklingar eru smitaðir auk sex starfsmanna og hafa þegar um hundrað manns verið sendir í sóttkví. Ekki er enn vitað hvernig smit barst inn á Landakotsspítala en þar er málið litið alvarlegum augum og er spítalinn nú lokaður vegna smitsins.