Kanna útflutning vetnis

Ljósafossvirkjun gæti orðið miðstöð fyrstu vetnisframleiðslu hér á landi, en …
Ljósafossvirkjun gæti orðið miðstöð fyrstu vetnisframleiðslu hér á landi, en Landsvirkjun horfir til hins stóra Evrópumarkaðar við sölu á vetni Ljósmynd/Aðsend

Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam í Hollandi hafa gert með sér viljayfirlýsingu um svokallaða forskoðun á útflutningi græns vetnis frá Íslandi til Rotterdam.

Samkvæmt yfirlýsingunni samþykkja aðilar að deila þekkingu og reynslu, með það í huga að finna flöt á samvinnu og leita tækifæra í vetnismálum.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í Morgunblaðinu í dag, að markaðurinn fyrir grænt vetni á meginlandi Evrópu verði án efa gríðarstór þegar fram líða stundir, „og þessi viljayfirlýsing mun gera okkur kleift að fylgjast með þeirri þróun og taka þátt í henni frá upphafi“.

Rotterdamhöfn er stærsta höfn Evrópu og ein mikilvægasta orkuhöfn í heimi og hafa hafnaryfirvöld sett fram metnaðarfull áform í vetnismálum. Í þeim felst m.a. að hún verði aðalinnflutningshöfn fyrir vetni til orkukaupenda í Evrópu. Hollensk yfirvöld hafa beðið hafnaryfirvöld í Rotterdam að kortleggja hvar hægt væri að finna grænt vetni og því hafi böndin borist að Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert