Samþykktu niðurrif og nýtt hús

Ekkert er eftir af húsinu sem stóð við Skólavörðustíg 36.
Ekkert er eftir af húsinu sem stóð við Skólavörðustíg 36. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur samþykkt niðurrif á friðuðu húsi að Skólavörðustíg 36, sem rifið var í óleyfi í september síðastliðnum. Jafnframt hefur hann samþykkt byggingu á nýju húsi á lóðinni.

Í fundargerð byggingarfulltrúa frá sl. þriðudegi kemur fram að Birgir Örn Arnarson og Arwen Holdings ehf. sæki um leyfi fyrir áður framkvæmdu niðurrifi á húsi á lóð nr. 36 við Skólavörðustíg. Þetta var samþykkt enda samræmdist það ákvæðum laga um mannvirki frá árinu 2010.

„Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar,“ segir í bókun á fundi byggingarfulltrúa. Borgin stendur frammi fyrir gerðum hlut og tryggja þarf að niðurrifi verðir lokið og úrgangi fargað með lögbundnum hætti, að því er fram kemur í umfjöllun um niðurrif hússins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert