Sex fluttir af Landakoti á Borgarspítala

Um hundrað manns eru í sóttkví vegna hópsýkingar á Landakotsspítala.
Um hundrað manns eru í sóttkví vegna hópsýkingar á Landakotsspítala. mbl.is/Golli

Sex sjúklingar með Covid-19 voru fluttir af Landakotsspítala og á Borgarspítalann í Fossvogi í kvöld. Slökkviliðið annaðist flutningana og annaðist sömuleiðis nokkurn fjölda annarra viðlíka sjúkraflutninga.

Alls hafa 22 kór­ónu­veiru­smit greinst meðal sjúk­linga og starfs­manna á Landa­kots­spít­ala. Er því um hópsýkingu að ræða.

Sex­tán sjúk­ling­ar eru smitaðir auk sex starfs­manna og hafa þegar um hundrað manns verið send­ir í sótt­kví. Ekki er enn vitað hvernig smit barst inn á Landa­kots­spít­ala en þar er málið litið al­var­leg­um aug­um og er spít­al­inn nú lokaður vegna smits­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert