Smit á Landakotsspítala

Landakotsspítali.
Landakotsspítali. mbl.is/Golli

Kór­óna­veiru­smit hef­ur greinst hjá nokkr­um starfs­mönn­um og ein­um sjúk­lingi á öldrun­ar­deild á Landa­kots­spít­ala. Anna Sigrún Bald­urs­dótt­ir aðstoðarmaður for­stjóra seg­ir tveim­ur deild­um af fjór­um hafa verið lokað og að verið sé að skima alla starfs­menn og stór­an hluta sjúk­linga. 

Smitið greind­ist síðdeg­is í gær en 31 sjúk­ling­ur af 58 er í sótt­kví. Búið er að setja á  heim­sókn­ar­bann á meðan aðgerðir fara fram. All­ir verða skimaðir að nýju að viku liðinni. Ekki ligg­ur fyr­ir hvar fyrsta smitið kom upp en smitrakn­ing er í gangi inn­an spít­al­ans. 

Að sögn Önnu eru um 100 starfs­menn sem fara í skimun og 31 sjúk­ling­ur. Aðrir sjúk­ling­ar á þeim deild­um þar sem ekki hef­ur komið upp smit verða skimaðir ef upp kemst um smit hjá starfs­manni sem hef­ur sinnt þeim deild­um. Það mun koma í ljós síðar í dag. 

All­ir starfs­menn eru í úr­vinnslu­sótt­kví og annað starfs­fólk hef­ur komið í staðinn.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert