„Vorum betur í stakk búin“

Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómalækninga.
Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómalækninga. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

19 eru nú inniliggj­andi á Land­spít­ala vegna kór­ónu­veirunn­ar. Þar af eru fjór­ir á gjör­gæslu. Már Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir á smit­sjúk­dóma­deild Land­spít­al­ans, seg­ir álagið á spít­al­an­um hafa farið minnk­andi í takt við fækk­un smita, en að í ljós eigi eft­ir að koma hvort að smit sem kom upp á Landa­koti í gær eigi eft­ir að hafa áhrif. 

Greint var frá því í morg­un að kór­ónau­veiru­smit hafi greinst hjá nokkr­um starfs­mönn­um og ein­um sjúk­lingi á öldrun­ar­deild á Landa­kots­spít­ala. Anna Sigrún Bald­urs­dótt­ir aðstoðarmaður for­stjóra sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í dag að tveim­ur deild­um af fjór­um hafa verið lokað og að verið sé að skima alla starfs­menn og stór­an hluta sjúk­linga. 

Már seg­ir að nokkuð hafi dregið úr álagi á Land­spít­al­an­um vegna veirunn­ar.

„Hins veg­ar kom upp þetta smit á Landa­koti og það set­ur kannski svona strik í reikn­ing­inn. Eins og hef­ur komið fram er farið að draga úr tíðni smita, það er tals­vert um smit enn þá en það er að draga úr því og við höf­um í raun­inni séð það líka á töl­un­um inni á spít­al­an­um, það hef­ur fækkað. En svo eru þessi viðburðir eins og við erum að glíma við á Landa­koti ófyr­ir­séðir, maður veit aldrei hvað þeir verða um­fangs­mikl­ir. Aldraðir eru sá hóp­ur sem hafa staðið hvað höllust­um fæti gagn­vart af­leiðing­um þess­ar­ar sýk­ing­ar, svo það væri óvar­legt að gera ekki ráð fyr­ir nein­um inn­lögn­um. En þetta er at­b­urðarrás sem hófst í gær og við erum núna að reyna að kanna um­fangið á þessu,“ seg­ir Már. 

Spít­al­inn bet­ur í stakk bú­inn 

Þegar álagið var sem mest á Land­spít­al­an­um voru 27 sjúk­ling­ar inniliggj­andi með Covid-19 sýk­ingu, en inn­lagn­ir voru tals­vert fleiri í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins síðasta vet­ur. Már seg­ir að ýms­ar mögu­leg­ar skýr­ing­ar séu á þessu. 

„Við lærðum mikið í vor og nú gát­um við bara brugðist við með aukn­ingu á starf­semi göngu­deild­ar­inn­ar mjög snögg­lega. Ég held að við höf­um verið bet­ur í stakk búin núna en í vet­ur. Síðan eru fleiri þætt­ir, eins og und­an­farn­ar vik­ur hef­ur verið auk­in notk­un gríma, bæði hef­ur verið grímu­skylda á spít­al­an­um og síðan hef­ur notk­un í sam­fé­lag­inu auk­ist. Svo hafa öldrun­ar­stofn­an­ir verið mjög dug­leg­ar að standa vörð um sína vist­menn. Það hef­ur komið upp smit en það hef­ur verið brugðist við því og smiti haldið í skefj­um eins og dæm­in sanna. Það hef­ur verið mjög vel að því staðið finnst mér,“ seg­ir Már. 

Már seg­ir að þau meðferðarúr­ræði sem spít­al­inn búi nú yfir kunni einnig að hafa áhrif.  

„Við höf­um verið að nota favipira­v­ir og eig­um tals­vert að meðferðarskömmt­un. Við höf­um notað það bæði á öldrun­ar­stofn­un­um, fyr­ir fólk sem kem­ur til okk­ar á göngu­deild­ina og eins þá sem hafa þurft á inn­lögn að halda en ekki súr­efni.  Síðan fyr­ir þá sem eru veik­ari höf­um við verið að nota dexa­met­haso­ne, með eða án remdesi­v­ir. Hvort að það sé ein skýr­ing á því að það hef­ur gengið bet­ur hjá okk­ur kann að vera, þetta er held ég sam­bland af öll­um þess­um þátt­um,“ seg­ir Már.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert