Alls fékk 261 foreldri fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg á tímabilinu maí 2019 til maí 2020 en á þeim heimilum sem nutu aðstoðar bjó 441 barn.
Þetta kemur fram í aðgerðaáætlun stýrihóps velferðarsviðs um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra, þar sem enn fremur eru lögð til úrræði til þess að sveitarfélagið geti komið betur til móts við þá sem glíma við sárafátækt.
„Það sem við leggjum mesta áherslu á er að koma í veg fyrir að líf barna fari úr skorðum við það að foreldar missi vinnuna og þurfi að sækja sér fjárhagsaðstoð,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Morgunblaðinu í dag.