44 Covid-sjúkraflutningar

Talsvert var um sjúkraflutninga á milli Landakots og Landspítalans í …
Talsvert var um sjúkraflutninga á milli Landakots og Landspítalans í Fossvogi með sjúklinga smitaða af Covid-19. Facebook-síða slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Gríðarlegt álag er á sjúkraflutningafólk á höfuðborgarsvæðinu og líður vart sá sólarhringur sem ekki er farið í yfir 100 sjúkraflutninga á degi hverjum. Síðasti sólarhringur er þar enginn undantekning.

Alls sinnti slökkvilið höfuðborgarsvæðisins 142 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn en þar af voru 44 sjúkraflutningar tengdir Covid-19. Þar á meðal voru flutningar á smituðum sjúklingum af Landakoti á Landspítalann í Fossvogi.

Að sögn varðstjóra var aftur á móti ekki mikið um forgangsflutninga. Farið var í fjögur minniháttar útköll á dælubíla síðasta sólarhringinn. 

Líkt og kom fram nýlega á mbl.is er mikill viðbúnaður við hvern slíkan flutning þar sem sjúkraflutningafólk þarf að læða sig upp í all­an hlífðarbúnað, galla, grímu, maska, gler­augu og svo þrif­in á eft­ir. „Þau eru tölu­vert meiri, það þarf að sótt­hreinsa á milli. Og svo er það að vera í þess­um galla sem and­ar ekki eða neitt og þú verður mjög fljótt sveitt­ur og þreytt­ur,“ sagði Jón Krist­inn Valsson, sjúkraflutningamaður í samtali við mbl.is nýverið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert