Dauðsföll í ár langt undir meðaltali 50 ára

Af línuritinu má lesa að það sem af er þessu …
Af línuritinu má lesa að það sem af er þessu ári hafi orðið um 38 færri dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa en verið hafa að meðaltali undanfarin 50 ár.

Fjöldi dauðsfalla hér­lend­is það sem af er þessu ári er veru­lega und­ir meðallagi und­an­far­inna 50 ára.

Þetta má sjá á línu­rit­inu að ofan, sem sýn­ir frá­vik upp­safnaðra dauðsfalla á hverja 100 þúsund íbúa lands­ins, dag frá degi, miðað við meðaltal þeirra allt frá upp­hafi árs 1970 til þessa dags.

Það þýðir að það sem af er þessu ári hafi 137 færri lát­ist á Íslandi en vænta mætti miðað við meðaltalið, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Þetta kem­ur vafa­laust mörg­um á óvart í ljósi heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar, sem þegar hef­ur valdið dauða 11 manns hér á landi. Örðugt er að nefna óyggj­andi ástæður fyr­ir því, en vera má að auk­in ár­vekni og sótt­varn­ir hafi skilað sér þannig. Því má vera að ýms­ar um­gangspest­ir hafi síður breiðst út vegna sótt­varna, svo færri, sem veik­ir voru fyr­ir, hafi lát­ist.

Á móti má nefna að sum önn­ur ár eru veru­lega und­ir meðaltal­inu líka, án þess að nefna megi aug­ljós­ar skýr­ing­ar á því.

Það var Eðvald Ingi Gísla­son gagna­vís­indamaður hjá Mot­us, sem vann þessa grein­ingu upp úr op­in­ber­um gögn­um frá Hag­stofu Íslands og Þjóðskrá. Til að sann­reyna þau bar hann töl­urn­ar sam­an við upp­lýs­ing­ar frá land­lækni, en þó þar hafi ör­lítið borið á milli, m.a. vegna mis­mun­andi taln­ing­ar á látn­um eft­ir rík­is­fangi og lög­heim­ili, er mun­ur­inn óveru­leg­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert