Verulega hefur að undanförnu dregið úr því að komið sé með nytjahluti á endurvinnslustöðvar Sorpu. Á tímabilinu 1. janúar til 30. september á þessu ári er þessi samdráttur um alls 32,1% miðað við sama tímabil á fyrra ári.
Varningurinn þessi eru fyrst og fremst hlutir sem fara á seinni stígum í Góða hirðinn og eru seldir þar.
„Starfsfólk okkar leiðbeinir í auknum mæli þeim sem koma á stöðvarnar okkar með hvað – og aðallega hvað eigi ekki – að fara í nytjagáma. Það gæti skýrt hluta samdráttarins, en vafalaust hefur líka áhrif að hægt hefur á öllu í efnahagslífinu, þótt magn sorps sem til okkar kemur frá sorphirðu sveitarfélaga standi nánast í stað milli ára,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur í samskiptum hjá Sorpu, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Vel er merkjanlegur samdráttur í skilum á raftækjum, fatnaði, flöskum og dósum og slíkum neyslutengdum vörum.