Fjárveitingar hækka um 127,2 milljarða

40% af fjárveitingum ráðuneytisins renna til háskólastarfsemi.
40% af fjárveitingum ráðuneytisins renna til háskólastarfsemi. mbl.is

Fjárveitingar til málefna sem falla undir mennta- og menningarmálaráðuneytið hækka um 11% á milli ára og verða 127,2 milljarðar kr. á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Um 40% af fjárveitingum ráðuneytisins renna til háskólastarfsemi en hún er stærsti einstaki málaflokkur ráðuneytisins, að því er menntamálaráðherra greinir frá í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Framlög til háskóla- og rannsóknastarfsemi hækka um 7% milli ára, þar sem bæði er um að ræða aukinn beinan stuðning við skólastarfið og fjárveitingar til einstakra verkefna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert