Kórónuskimun í Krónukjallara

Biðröð bíla á bökkum Ölfusár, þar sem var fólk á …
Biðröð bíla á bökkum Ölfusár, þar sem var fólk á leiðinni í skimun sem fram fer í verslunarhúsinu til hægri. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Allt að 50 manns hafa í þessari viku komið á dag í sýnatökur vegna kórónuveirunnar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, en þær fara nú fram í kjallara verslunarhúss Krónunnar á Selfossi.

Hægt er að aka inn í húsið og aldrei þarf fara út úr bílnum. Heilbrigðisstarfsfólk í hlífðarfötum kemur svo og tekur sýni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er frábær aðstaða. Áður fóru sýnatökurnar fram hér á baklóð byggingar sjúkrahússins á Selfossi og voru undir berum himni. Biðraðirnar voru oft langar og trufluðu jafnvel aðra umferð. Nú höfum við skjól í húsi fyrir sýnatökurnar og þetta er eins og best verður á kosið,“ segir Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Selfossi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert