Blálýst mannvirki víða um Evrópu

Harpan. Íslensk mannvirki lýst í bláum lit vegna 75 ára …
Harpan. Íslensk mannvirki lýst í bláum lit vegna 75 ára afmælis SÞ. Árni Snævarr

24. október 1945 gekk stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna formlega í gildi, en frá því eru liðin 75 ár. Að því tilefni voru íslensk mannvirki, sem og mannvirki víða í Evrópu, lýst upp í lit Sameinuðu þjóðanna, bláum.

„75 ára afmælið ber upp á tíma mikilla sviptinga í heiminum. Heimsfaraldri Covid-19 hafa fylgt alvarlegar félagslegar og efnahagslegar afleiðingar. En um leið minnir ástandið á að á erfiðum tímum er hægt að sá frækornum jákvæðra breytinga. Með því að gera Evrópu bláa staðfestum við slík fyrirheit,“ segir Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna í V- Evrópu (UNRIC).

Höfði. Íslensk mannvirki lýst í bláum lit vegna 75 ára …
Höfði. Íslensk mannvirki lýst í bláum lit vegna 75 ára afmælis SÞ. Árni Snævarr
Dómkirkjan í Reykjavík. Íslensk mannvirki lýst í bláum lit vegna …
Dómkirkjan í Reykjavík. Íslensk mannvirki lýst í bláum lit vegna 75 ára afmælis SÞ. Árni Snævarr

„Sennilega hefur heimsbyggðin aldrei haft eins mikla þörf fyrir samvinnu og einmitt núna, en því miður er oft grafið undan sameiginlegu átaki til að koma böndum á vandamál eins og Covid-19 og loftslagsbreytingar svo dæmi séu tekin af vandamálunum sem öll heimsbyggðin stendur frammi fyrir og ekkert eitt ríki getur barist gegn,“ bætir hann við.

Brú yfir ánna Po í Turin í Ítalíu.
Brú yfir ánna Po í Turin í Ítalíu. Ljósmynd/Aðsend

Meðal bygginga sem lýstar voru upp á Íslandi voru Harpa, Höfði og Dómkirkjan í Reykjavík, en einnig var bláu ljósi lýst á dómkirkjuna í Stokkhólmi, ráðhúsið í Kaupmannahöfn, Eyrarsundsbrúna og brúna yfir Pó í Ítalíu.

Eyrarsundsbrúin
Eyrarsundsbrúin Ljósmynd/Aðsend





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert