Dýrafjarðargöng verða opnuð með óhefðbundnum hætti sökum kórónuveirufaraldursins.
Sigurður Ingi Jóhannson samgönguráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, verða stödd í húsakynnum Vegagerðarinnar í Reykjavík og munu þau biðja vaktstöð Vegagerðarinnar á Ísafirði að lyfta slánum við gangamunnana og þannig opna göngin fyrir umferð.
Athöfninni verður streymt hér að neðan: