115 lagðir inn á spítalann í þessari bylgju

Páll Matthíasson á fundinum í morgun,
Páll Matthíasson á fundinum í morgun, Ljósmynd/Lögreglan

Alls liggur 51 sjúklingur á Landspítala með Covid-19 og samtals hafa 115 verið lagðir inn á spítalann í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins. Það er það mesta til þessa en í fyrstu bylgjunni voru 105 lagðir inn.

Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi, og bætti við að spítalinn búi sig undir erfiðar næstu vikur.

Tólf liggja á gjörgæslu, þar af þrír með kórónuveiruna og einn er í öndunarvél. Alls liggja 14 með Covid-sýkingu á smitsjúkdómadeild, 12 á lungnadeild og 21 Landakoti.

Mikil vinna fer fram við rakningu og skimanir í Landspítalum. Vinna er hafin við að safna upplýsingum varðandi nánari greiningu á því hvernig atburðarásin fór af stað vegna smitsins á Landakoti, að sögn Páls. Samtals er um að ræða 27 starfsmenn og 52 sjúklinga. Af þeim eru 32 á Landakoti og 20 starfsmenn Landspítala. Í sóttkví eru um 270 starfsmenn, stærstur hluti vegna þessa smits. „Þetta hefur gríðarleg áhrif á starfsemina, sérstaklega á Landakoti,“ sagði Páll á upplýsingafundinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert