Lilja eykur áherslu á eineltismál

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Al­freðsdótt­ir mennta­málaráðherra seg­ir að til standi að leggja aukna áherslu á einelt­is­mál inn­an mennta­málaráðuneyt­is­ins. Verður frek­ari áhersla lögð á svo­kallað fagráð einelt­is­mála ásamt aðgerðum í sam­vinnu við Vöndu Sig­ur­geirs­dótt­ur, lektor við HÍ, sem hef­ur sér­hæft sig í mála­flokkn­um.

Hlut­verk fagráðsins er að veita skóla­sam­fé­lag­inu stuðning vegna einelt­is­mála með al­mennri ráðgjöf, leiðbein­ing­um og upp­lýs­inga­gjöf og er hægt að vísa einelt­is­mál­um þangað ef ekki tekst að finna full­nægj­andi lausn á einelt­is­mál­um inn­an skóla eða sveit­ar­fé­lags eða vegna meints aðgerðarleys­is sömu aðila. Er hlut­verk fagráðsins að veita ráðgef­andi álit á grund­velli þeirra gagna. Að sögn Lilju hef­ur fagráðið ekki verið nægj­an­lega vel kynnt til þessa en til standi að gera úr­bæt­ur á því. „Við vit­um hversu mik­il mein­semd einelti er og get­ur hún haft lang­tíma­áhrif á framtíð fólks,“ seg­ir Lilja.

Hún hafi sett sig í sam­band við Sig­rínu El­ínu Ásmunds­dótt­ur, móður drengs í 6. bekk í Sjá­lands­skóla, sem lýsti grófu of­beldi í garð son­ar síns í færslu á Face­book. Að auki hafi hún rætt við for­ráðamenn í Sjá­lands­skóla.

„Ég vil að við get­um styrkt kerfið okk­ar þannig að þessi mál fari í betri far­veg. Við höf­um sett á fót fagráð einelt­is­mála inni í mennta­mála­stofn­un og þegar mál­in eru kom­in í öngstræti þá þarf fagráðið að koma að mál­inu. Mig lang­ar að þróa þenn­an fer­il bet­ur í sam­vinnu við skóla­sam­fé­lagið og við for­eldra­sam­fé­lagið,“ seg­ir Lilja í um­fjöll­un í mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert