Minntust þeirra sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri

Frá minningarathöfninni í kvöld.
Frá minningarathöfninni í kvöld. Ljósmynd/Eyþór Jóvinsson

Aldarfjórðungur er frá því snjóflóð skall á Flateyri við Önundarfjörð með þeim afleiðingum að 20 manns fórust, þar af fjögur börn. Björgunarsveitin Sæbjörg var með beina vefminningarathöfn frá Flateyri í kvöld.

Þar var boðið upp á nokkur tónlistaratriði ásamt hugvekju frá prestinum á Flateyri; séra Fjölni Ásbjörnssyni.

Að lokum tendruðu liðsmenn björgunarsveitar tuttugu blys á snjóflóðavarnargarðinum til minningar um þá sem fórust í snjóflóðinu árið 1995.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert