Mjólkurbúið reist í miðbæ

Í nýja miðbænum verður skyrsýning í kjallara burstahússins, sem ber …
Í nýja miðbænum verður skyrsýning í kjallara burstahússins, sem ber sama svip og bygging Mjólkurbús Flóamanna sem var rifin um 1960. mbl.is/Sigurður Bogi

Heildstæður svipur er nú að komast á nýja miðbæinn sem verið er að reisa á Selfossi á vegum Sigtúns – þróunarfélags. Burstabygging, þar sem verður skyrsýning og -bar á vegum Mjólkursamsölunnar, er nú að verða fokheld og er áberandi kennileiti á svæðinu.

Auk skyrsetursins verða fimm veitingastaðir og tveir barir í byggingu þessari, sem er alls um 1.400 fermetrar að flatarmáli; kjallari og tvær hæðir. Húsið er með sama svip og lagi og vinnslustöð Mjólkurbús Flóamanna sem forðum daga var á Selfossi en rifin um 1960.

„Mjólkurbúshúsið nýja verður sannkölluð mathöll. Alls verða þrettán hús í þessum fyrsta hluta miðbæjarins. Níu af þeim hafa verið reist en fjögur eru ýmist í smíðum eða hafist verður handa um byggingu þeirra á næstu vikum. Verkefnið er allt á áætlun og okkur miðar vel áfram í þessu starfi. Ég trúi að miðbærinn muni skapa Selfossbæ og heimafólki þar alveg ný tækifæri til margvíslegrar þróunar og atvinnusköpunar. Tækifærin eru óþrjótandi,“ sagði Leó Árnason framkvæmdastjóri Sigtúns í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka