100 leyfi leigubifreiða hafa verið lögð inn

Margir hafa þurft að breyta leigubílunum með skilrúmum vegna sóttvarna.
Margir hafa þurft að breyta leigubílunum með skilrúmum vegna sóttvarna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samdráttur tekna leyfishafa leigubifreiða af akstri og fjöldi ferða hefur haldist að öllu jöfnu milli 80 og 90% allt frá 15. mars síðastliðnum. Margir hafa lagt inn leyfi sín tímabundið.

Þann 22. október sl. voru 100 leyfi leigubifreiða á höfuðborgarsvæðinu í tímabundinni innlögn auk nokkurra sem hafa hætt rekstri. Þá hefur fjöldi leigubifreiða í umferðinni minnkað um nær 20%.

Þetta kemur fram í umsögn Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra um stjórnarfrumvarpið um tekjufallsstyrki. Þar segir að leigubílstjórar hafi orðið fyrir miklu tekjufalli vegna lokana og sóttvarna í veirufaraldrinum. Þeir hafi þraukað við þessar aðstæður, haldið uppi þjónustu, starfað í framlínunni, berskjaldaðir fyrir smiti, komið sýnum til greiningarstöðva, ekið sjúklingum og flugfarþegum í sóttkví, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert