Fer fram á gjaldþrotaskipti Viljans

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur óskað eftir því að útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Krafan verður tekin fyrir í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi um miðjan næsta mánuð. Björn Ingi Hrafnsson rekur vefmiðilinn og ritstýrir.

Greint var frá málinu á vef Fréttablaðsins.

Björn Ingi var áður útgefandi Pressunnar og DV.

Björn Ingi hefur vakið töluverða athygli á upplýsingafundum almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í ár og gaf út bókina Vörn gegn veiru í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka